Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Kattarauga, Áshreppi

Kattarauga var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Tjörnin Kattarauga er alldjúpur pyttur sem í eru tveir fljótandi hólmar sem reka undan vindi. Mikið og stöðugt rennsli er í gegnum tjörnina. Í botni tjarnarinnar er lindarauga sem glittir á þegar logn er og bjartur dagur. Af lindarauganu dregur tjörnin nafn sitt. Gróður á svæðinu er dæmigerður íslenskur mýrargróður.

Stærð náttúruvættisins er 0,01 ha.