Umhverfisstofnun var lögð niður 31. desember 2024. Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi.

Mývatn og Laxá

Mývatn og Laxá er ein af helstu náttúruperlum norðurlands. Þangað hafa ferðamenn, bæði innlendir og erlendir, sótt sér innblástur, notið náttúrufegurðar og hrifist af lífríki svæðisins.

Samspil ferskvatnslinda, jarðhita og eldvirkni undanfarinna alda er vagga þessa landslags og lífríkis sem svæðið hefur upp á að bjóða.

Landvarðastöð svæðisins er að Gíg, Skútustöðum, en þar hafa einnig aðsetur starfsmenn Umhverfisstofnunar sem starfa við fjölbreytta þætti náttúruverndar á ársgrundvelli.