Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Kringilsárrani

Kringilsárrani var friðlýstur árið 1975 og var friðlýsingin endurskoðuð árið 2003. Mikilvægt beitiland hreindýra. Sérstæð og gróin landspilda sem mörkuð er af hopi Brúarjökuls. Jökulminjar eru hér greinilegar og liggja svokallaðir hraukar yfir ranann þverann. Gróðursamfélagið er sérstætt, t.a.m eru þar sérkennilegar þyrpingar af hattsveppum.

Kringilsárrani er í umsjá Vatnajökulsþjóðgarðs og er eftirliti og annarri starfsemi sinnt af starfsfólki þjóðgarðsins.

Stærð friðlandsins er 6372,3 ha.