Umhverfisstofnun var lögð niður 31. desember 2024. Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi.

Landkyn

Einstök landkyn norðurlandanna

Húsdýrakyn og plöntuafbrigði af staðbundnum landkynjum urðu til þegar dýr og plöntur sem upphaflega voru villt voru notuð og ræktuð af bændum við ólíkar aðstæður á hverjum stað. Slík afbrigði hafa alla jafna þróast á löngum tíma fyrir daga vísindalegra kynbóta nútímans, og aðlagast til að geta tekist á við loftslag, landslag, jarðveg, plágur og sjúkdóma á hverjum stað. Erfðaeinkenni þeirra hafa orðið fjölbreyttari í gegnum árþúsundin og gert hverja tegund einstaka. Fólk hefur dreift nytjaplöntum víða og tamið dýr um allan heim og mörg þessara afbrigða finnast í dag mun víðar en þau villtu afbrigði sem þau rekja ættir sínar til.

Norræn landkyn og ræktunarafbrigði byrjuðu að þróast fyrir meira en 10.000 árum þegar fyrstu mennirnir hófu búskap á Norðurlöndunum. Þau bera dæmigerð einkenni norðurevrópskra húsdýra og ræktunarafbrigða. Nytjaplöntur má oft rekja til margra mismunandi staða þar sem þær voru fyrst ræktaðar af mismunandi þjóðum. Norræn afbrigði nytjaplantna eiga rætur sínar yfirleitt að rekja til Austurlanda nær. Mörg húsdýranna okkar eru frá sama svæði, þ. á m. sauðfé, geitur og líklega einnig svín og nautgripir, þótt arfberar þeirra sýni einnig merki frumevrópska uxans (úruxans – Bos primigenius) og evrópska villigaltarins. Evrópa er mikilvægur miðpunktur í fjölbreytni húsdýra heimsins sem heimkynni meira en þriðjungs allra nautgripa- og svínakynja og næstum helmings allra hestakynja.

Það er mikilvægt að varðveita erfðafræðilega fjölbreytni norrænna landkynja og ræktunarafbrigða til að tryggja að hið einstaka erfðaefni hverfi ekki fyrir fullt og allt.

Húsdýrakyn og plöntuafbrigði af staðbundnum landkynjum urðu til þegar dýr og plöntur sem upphaflega voru villt voru notuð og ræktuð af bændum við ólíkar aðstæður á hverjum stað. Slík afbrigði hafa alla jafna þróast á löngum tíma fyrir daga vísindalegra kynbóta nútímans, og aðlagast til að geta tekist á við loftslag, landslag, jarðveg, plágur og sjúkdóma á hverjum stað. Erfðaeinkenni þeirra hafa orðið fjölbreyttari í gegnum árþúsundin og gert hverja tegund einstaka. Fólk hefur dreift nytjaplöntum víða og tamið dýr um allan heim og mörg þessara afbrigða finnast í dag mun víðar en þau villtu afbrigði sem þau rekja ættir sínar til.

Upplýsingablað um landkyn