Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Tímabundin stöðvun markaðssetningar

Umhverfisstofnun hefur umsjón með framkvæmd efnalaga nr. 61/2013 og fer með eftirlit eftir því sem kveðið er á um í lögunum. Í því skyni hefur stofnunin eftirlit með meðferð og markaðssetningu efna, efnablandna og hluta sem falla undir lögin með samræmdum hætti á landinu öllu auk þess sem stofnunin útbýr eftirlitsáætlun til þriggja ára í senn.

Samkvæmt 57. gr. efnalaga er Umhverfisstofnun heimilt að stöðva markaðssetningu efnis, efnablöndu eða hlutar sem inniheldur efni þegar í stað þegar grunur leikur á að varan uppfylli ekki skilyrði laganna eða reglugerða settra samkvæmt þeim. Í þessu felst m.a. að stofnunin getur tekið úr sölu eða dreifingu eða innkallað tiltekin efni, efnablöndur eða hluti sem innihalda efni þar til bætt hefur verið úr ágöllum.

Vakin er athygli á því að tímabundin stöðvun markaðssetningar tiltekinnar vöru jafngildir því ekki endilega að varan uppfylli ekki skilyrði efnalaga eða reglugerða. Um er að ræða bráðabirgðaákvörðun sem kemur í veg fyrir markaðssetningu vörunnar meðan rannsakað er hvort að varan uppfyllir skilyrði laganna. Eftir að rannsóknarniðurstöður liggja fyrir tekur Umhverfisstofnun ákvörðun um hvort leyfa beri markaðssetningu vörunnar eða eftir atvikum hvort markaðssetning verði stöðvuð varanlega en þær niðurstöður má nálgast á síðunni Niðurstöður efnaeftirlits

2024

Eco-Garden ehf.

Dicophar SL

Umhverfisstofnun skoðaði markaðssetningu plöntuverndarvörunnar Dicophar SL, sem Eco-Garden ehf. markaðssetur, og fannst í eftirliti Vinnueftirlitsins hjá eftirnotanda vörunnar. Varan reyndist ekki uppfylla kröfur sem settar eru fram í þeim lögum og reglugerðum sem falla undir umfang eftirlitsins en Dicophar SL er án markaðsleyfis hér á landi. Markaðssetning vörunnar var því stöðvuð tímabundið.

Tímabundin stöðvun markaðssetningar á vörunni Dicophar SL

Málslokabréf

Málaflokkur: Plöntuverndarvörur



2023

Marpól ehf.

Umhverfisstofnun vekur athygli á innköllun á vörunni Hágæða kísilhreinsi (Bio-Clean Hard Water Stain Remover). Innflytjandi vörunnar er Marpól ehf.
 Umhverfisstofnun barst ábending um að varan væri líklega ekki merkt í samræmi við þá hættu sem gæti stafað af innihaldsefnum hennar.
 Eftirlit stofnunarinnar leiddi í ljós að merkingar á umbúðum vörunnar eru ekki í samræmi við ákvæði efnalaga nr. 61/2013, reglugerðar nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna og upplýsingar sem fyrirtækið afhenti varðandi hættuflokkun hennar. Að auki eru merkingar á vörunni sem gefa til kynna skaðleysi hennar en slíkt er óheimilt. Í ljósi framangreinds stöðvar Umhverfisstofnun markaðssetningu vörunnar tímabundið og gerir kröfu um innköllun.
 Þeir sem keypt hafa vöruna er bent á að skila henni til Marpól sem er staðsett að Dalbrekku 15, 200 Kópavogur, þar sem nauðsynlegar hættumerkingar vantar.

Tímabundin stöðvun markaðssetningar á Hágæða kísilhreinsi (Bio-Clean) meðan rannsókn stendur yfir

2021

Henry Schein Fides hf.

 Tímabundin stöðvun markaðssetningar á tannhvítunarvörum.

 Umhverfisstofnun barst ábending um að tannhvítunarvörur á tannlæknastofum uppfylltu ekki kröfur efnalaga nr. 61/2013 og reglugerðar nr. 577/2013 um snyrtivörur, sbr. reglugerð (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur. Eftirlit Umhverfisstofnunar og skoðun á öryggisblöðum leiddi í ljós að tilteknar tannhvítunarvörur innihéldu vetnisperoxíð eða ígildi þess yfir leyfilegum mörkum. Markaðssetning varanna var því stöðvuð tímabundið.

Tímabundin stöðvun markaðssetningar
Málslokabréf
Málaflokkur: Snyrtivörur

 

Málning hf.

Eftirlit með hættulegum vörum í kjölfar ábendingar

 Umhverfisstofnun barst ábending um að markaðsetningu efnavöru uppfylli ekki skilyrði efnalaga nr. 61/2013. Eftirlit Umhverfisstofnunar leiddi í ljós að fyrirtækið markaðssetur vöru sem reyndist ekki uppfylla  skilyrði efnalaga nr. 61/2013 og reglugerðar nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna, sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1272/2008 sama heitis. Markaðssetning vörunnar var því stöðvuð tímabundið og fyritækinu veittur frestur til 25.mars 2021 til að senda stofnuninni úrbætur.

 Tímabundin stöðvun markaðssetningar og krafa um úrbætur

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Flokkun, merkingar og umbúðir
Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendingar 

2020

Stál og Stansar ehf

Eftirlit með efnavörum sem innihalda metanól

Umhverfisstofnun barst ábending um markaðssetningu afísingarvökva sem inniheldur metanól í styrk sem er yfir leyfilegum mörkum. Í reglugerð nr. 888/2015 er kveðið á um að rúðuhreinsi- eða afísingarvökvar, sem innihalda metanól í styrk sem er jafn mikill eða meiri en 0,6% miðað við þyngd skuli ekki settur á markað fyrir almenning eftir 9. maí 2019. Markmið bannsins er að koma í veg fyrir þá áhættu fyrir heilbrigði manna sem skapast vegna váhrifa frá metanóli í slíkum vörum. Eftirlit Umhverfisstofnunar leiddi í ljós að fyrirtækið býður til sölu vöru sem fellur undir framangreint bann og var markaðssetning vörunnar því stöðvuð tímabundið þar til stofnunin hefur fengið frekari upplýsingar frá birgi vörunnar.

 

AB varahlutir ehf. 

Eftirlit með efnavörum sem innihalda metanól

Umhverfisstofnun barst ábending um markaðssetningu afísingarvökva sem inniheldur metanól í styrk sem er yfir leyfilegum mörkum. Í reglugerð nr. 888/2015 er kveðið á um að rúðuhreinsi- eða afísingarvökvar, sem innihalda metanól í styrk sem er jafn mikill eða meiri en 0,6% miðað við þyngd skuli ekki settur á markað fyrir almenning eftir 9. maí 2019. Markmið bannsins er að koma í veg fyrir þá áhættu fyrir heilbrigði manna sem skapast vegna váhrifa frá metanóli í slíkum vörum. Eftirlit Umhverfisstofnunar leiddi í ljós að fyrirtækið býður til sölu vöru sem fellur undir framangreint bann og var markaðssetning vörunnar því stöðvuð tímabundið þar til stofnunin hefur fengið frekari upplýsingar frá birgi vörunnar.

 

Bílabúð Benna ehf.

Eftirlit með efnavörum sem innihalda metanól

Umhverfisstofnun barst ábending um markaðssetningu afísingarvökva sem inniheldur metanól í styrk sem er yfir leyfilegum mörkum. Í reglugerð nr. 888/2015 er kveðið á um að rúðuhreinsi- eða afísingarvökvar, sem innihalda metanól í styrk sem er jafn mikill eða meiri en 0,6% miðað við þyngd skuli ekki settur á markað fyrir almenning eftir 9. maí 2019. Markmið bannsins er að koma í veg fyrir þá áhættu fyrir heilbrigði manna sem skapast vegna váhrifa frá metanóli í slíkum vörum. Eftirlit Umhverfisstofnunar leiddi í ljós að fyrirtækið býður til sölu vöru sem grunur leikur á um að falli undir framangreint bann og var markaðssetning vörunnar því stöðvuð tímabundið þar til stofnunin hefur fengið frekari upplýsingar frá birgi vörunnar.

 

Byko ehf. 

Eftirlit með efnavörum sem innihalda metanól

Umhverfisstofnun barst ábending um markaðssetningu afísingarvökva sem inniheldur metanól í styrk sem er yfir leyfilegum mörkum. Í reglugerð nr. 888/2015 er kveðið á um að rúðuhreinsi- eða afísingarvökvar, sem innihalda metanól í styrk sem er jafn mikill eða meiri en 0,6% miðað við þyngd skuli ekki settur á markað fyrir almenning eftir 9. maí 2019. Markmið bannsins er að koma í veg fyrir þá áhættu fyrir heilbrigði manna sem skapast vegna váhrifa frá metanóli í slíkum vörum. Eftirlit Umhverfisstofnunar leiddi í ljós að fyrirtækið býður til sölu vöru sem grunur leikur á um að falli undir framangreint bann og var markaðssetning vörunnar því stöðvuð tímabundið þar til stofnunin hefur fengið frekari upplýsingar frá birgi vörunnar.

 

 

Costco Wholesale Iceland ehf. 

Eftirlit með efnavörum sem innihalda metanól

Umhverfisstofnun barst ábending um markaðssetningu afísingarvökva sem inniheldur metanól í styrk sem er yfir leyfilegum mörkum. Í reglugerð nr. 888/2015 er kveðið á um að rúðuhreinsi- eða afísingarvökvar, sem innihalda metanól í styrk sem er jafn mikill eða meiri en 0,6% miðað við þyngd skuli ekki settur á markað fyrir almenning eftir 9. maí 2019. Markmið bannsins er að koma í veg fyrir þá áhættu fyrir heilbrigði manna sem skapast vegna váhrifa frá metanóli í slíkum vörum. Eftirlit Umhverfisstofnunar leiddi í ljós að fyrirtækið býður til sölu vöru sem grunur leikur á um að falli undir framangreint bann og var markaðssetning vörunnar því stöðvuð tímabundið þar til stofnunin hefur fengið frekari upplýsingar frá birgi vörunnar.

 

Poulsen ehf. 

Eftirlit með efnavörum sem innihalda metanól

Umhverfisstofnun barst ábending um markaðssetningu afísingarvökva sem inniheldur metanól í styrk sem er yfir leyfilegum mörkum. Í reglugerð nr. 888/2015 er kveðið á um að rúðuhreinsi- eða afísingarvökvar, sem innihalda metanól í styrk sem er jafn mikill eða meiri en 0,6% miðað við þyngd skuli ekki settur á markað fyrir almenning eftir 9. maí 2019. Markmið bannsins er að koma í veg fyrir þá áhættu fyrir heilbrigði manna sem skapast vegna váhrifa frá metanóli í slíkum vörum. Eftirlit Umhverfisstofnunar leiddi í ljós að fyrirtækið býður til sölu vöru sem grunur leikur á um að falli undir framangreint bann og var markaðssetning vörunnar því stöðvuð tímabundið þar til stofnunin hefur fengið frekari upplýsingar frá birgi vörunnar.