Strandhreinsun Íslands

5 ára átak í hreinsun strandlengjunnar

Um verkefnið

Strandhreinsun Íslands er 5 ára átak í að hreinsa strandlengjuna af plasti og öðrum úrgangi. 

Átakið byggir á aðgerð 17 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í plastmálefnum, Úr viðjum plastsins

Hreinleiki sjávar er Íslandi afar mikilvægur og strandhreinsanir eiga þátt í að halda hafinu hreinu. Strandlengjan er um 5000 km að lengd og er þetta tilraun til þess að hreinsa hana með kerfisbundnum hætti. 

Hvernig er tekið þátt?

  • Velja sér bút af strandlengju Íslands á korti.
  • Taka bútinn frá.
  • Fara á ströndina og hreinsa. 
  • Skrá inn niðurstöður að hreinsun lokinni. 
  • Niðurstöður verða sýnilegar öllum á kortinu.

Hverjir geta tekið þátt?

Allir geta tekið þátt!

Almenningur, fyrirtæki, félagasamtök, skólahópar og fleiri.

Hvað á að hreinsa?

Markmiðið er að hreinsa allt rusl af strandlengjunni og koma því í réttan farveg. 

Til dæmis ýmisskonar plastrusl eins og plastpoka, -flöskur, -tappa, -rör og fleira. Einnig er algengt að finna skothylki, dekk, reipi, fiskikör, blautþurrkur, áldósir og margt fleira!

Styrkir í boði

Lögaðilar (s.s. félagasamtök eða áhugamannafélög) geta sótt um styrk til verkefna sem felast í hreinsun strandlengjunnar. 

Umhverfisstofnun úthlutur styrkjum árlega næstu þrjú árin.

Næsta úthlutun er snemma árs 2024. 

Mynd: Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra og Katrín Sóley Bjarnadóttir, sérfræðingur í teymi hafs og vatns.

Starfsfólk Umhverfisstofnunar í strandhreinsun

@umhverfisstofnun

Dagur í lífi okkar - Strandhreinsun edition🌊💫 Kíkið á strandhreinsun.is✨

♬ original sound - Umhverfisstofnun