Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Frétt

Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Umsóknarfrestur um veiðileyfi á hreindýr 2024 rennur út á miðnætti á fimmtudaginn 29. febrúar.

Hægt er að sækja um leyfi í gegnum þjónustugátt Umhverfisstofnunar.

Til að umsókn sé tekin gild þurfa umsækjendur að ganga úr skugga um að hafa hreindýraheimild á veiðikortinu sínu. Til að fá hreindýraheimild á veiðikortið þarf umsækjandi að vera með B-skotvopnaréttindi.

Hafi umsækjandi ekki hreindýraheimild á veiðikorti sínu þarf veiðimaður aðskila inn staðfestingu á B-skotvopnaréttindum. Hægt er að skila staðfestingu B-réttinda í formi ljósmyndar af skotvopnaleyfi gegnum þjónustugáttina meðan umsóknarfrestur veiðileyfa er virkur.