Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Frétt

Skotvopnanámskeið 2023

Fjögur haustnámskeið verða fyrir umsækjendur um skotvopnaleyfi árið 2023: 

  • 22. og 23. ágúst
  • 5. og 6. september
  • 26. og 27. september
  • 10. og 11. október

Fyrirlestrar verða í beinu streymi á netinu tvö kvöld hvert námskeið á ofangreindum dagsetningum en nemendur þreyta svo stafrænt krossapróf hjá SKOTVÍS/Prómennt í Reykjavík eða á fræðslumiðstöðvum um landið. Nemendur þurfa svo að mæta í eitt skipti á skotvöll hjá skofélagi í verklega þjáflun. Próftímar og tímar fyrir verklega þjálfun verða settir inn þegar nær dregur.
Skráningar fara fram á skráningarsíðu Umhverfisstofnunar.

Hægt er að ganga frá skráningu á námskeið og samþykki lögreglu (læknis- og sakavottorð) þó próftímar hafi ekki verið auglýstir.

Nánari upplýsingar um skilyrði fyrir veitingu skotvopnaréttinda, nauðsynlegan undirbúning og fyrirkomulag námskeiða má nálgast hér.

Veiðikortanám 2023

Skotveiðifélag Íslands (SKOTVÍS) mun annast fræðslu fyrir veiðikortanám fyrir hönd Umhverfisstofnunar árið 2023. Námið mun fara fram í gegnum Skotveiðiskóla SKOTVÍS. Nemendur skrá sig og greiða fyrir námið á skráningarsíðu Umhverfisstofnunar og fá í kjölfarið sendan aðgangskóða að Skotveiðiskólanum. Nemendur velja sér svo próftíma hjá SKOTVÍS/Prómennt eða fræðslumiðstöðum á landsbyggðinni í lok ágúst. Próftímar verða birtir í ágúst.

Tengt efni