Frétt

Mynd: Unsplash

Tarfaveiðar hefjast nú eins og undanfarin ár þann 15. júlí sem að þessu sinni er föstudagur. 

Við viljum vekja athygli á að veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tarfa sem eru tveggja vetra og eldri.

Fram til 1. ágúst skal ekki ekki veiða tarfa sem eru í fylgd með kúm  þannig veiðarnar trufli ekki kýr og kálfa í sumarbeit.  

Veiðimenn á veiðisvæði 9 eru hvattir til að veiða tarfa vestast á svæðinu. Það er gert í þeim tilgangi að fækka dýrum þar þannig að það dragi úr líkum á að dýrin fari vestur yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Það er einnig gert til að koma í veg fyrir gróðurskemmdir, ef dýrin verða of mörg á svæðinu. 

Nú ættu allir tarfaveiðimenn að hafa fengið veiðileyfi sín send með pósti. Ef leyfin berast ekki verða veiðimenn að hafa samband sem fyrst.  

Í þeim tilgangi að draga úr pappírsnotkun er á leyfinu QR kóði sem vísar á bréf til veiðimanna sem að jafnaði hefur verið í umslaginu. Í bréfinu eru ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir leyfishafa.  

Veiðileyfi á kýr verða send út um 20. júlí og ættu þá að hafa borist leyfishöfum fyrir upphaf veiðitíma á kúm sem hefst 1. ágúst.