Frétt

Nú um mánaðamótin birtist krafa vegna lokagreiðslu hreindýraveiðileyfa í heimabönkum leyfishafa. Krafan er frá Ríkissjóðsinnheimtum. Einnig verða sendir út greiðsluseðlar. Samkvæmt reglugerð er síðasti mögulegi greiðsludagur 30. júní sem er mánudagur. Bent er á að ekki er gott að treysta á greiðslur á síðasta degi. 

Ef krafa birtist ekki í heimabanka eða greiðsluseðill berst ekki er best að hafa samband við Umhverfisstofnun í tíma, með því að senda tölvupóst á ust@ust.is.