Samráðsstefna

Frá Loftslagsdeginum 2022 / Mynd: Gunnar Sverrisson

Umhverfisstofnun leggur áherslu á samráð við hagaðila  

Samhliða því að kynna áherslur og verkefni í umhverfismálum, hlustum við eftir sjónarmiðum annarra, eflum samvinnu og komum auga á tækifæri til að bæta þjónustu. 

Með samráði gefst tækifæri til að efla tengsl við hina fjölmörgu hagaðila sem verkefni stofnunarinnar varða. Samráðsaðilar geta kynnt sín sjónarmið og áherslur, komið að ábendingum og þannig breikkað sjónarhorn stofnunarinnar.  

Með samráði gefst tæki færi til að kynna hlutverk stofnunarinnar í síbreytilegu samfélagi, innra umhverfisstarf, ræða tækifæri og áskoranir í umhverfismálum, vekja athygli á kynningarefni stofnunarinnar, breytingar á regluverki og meta tækifæri til samvinnu um sérstök verkefni.  


Stefnan var staðfest af yfirstjórn Umhverfisstofnunar 4. september 2023.