Umhverfisstofnun var lögð niður 31. desember 2024. Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi.

Stök frétt

Umhverfis- og orkustofnun áformar að framlengja bráðabirgðaheimild SKOTREYNAR., kt. 440687-1809, til rekstrar skotvallar á Álfsnesi. SKOTREYN óskar eftir framlengdri  bráðabirgðaheimild til að áframhaldandi reksturs skotsvæðis á Álfsnesi á meðan unnið er að útgáfu starfsleyfis hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Samkvæmt 6. mgr. 7. gr. a. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 er Umhverfis- og orkustofnun  heimilt að framlengja bráðabirgðaheimild um allt að eitt ár að uppfylltum skilyrðum 7. gr. a. laganna. 

Bráðabirgðaheimild SKOTREYNAR gildir til 5. janúar nk. Umhverfis- og orkustofnun áformar að framlengja bráðabirgðaheimildina þar til starfsleyfið hefur verið gefið út en þó eigi lengur en til eins árs.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. janúar 2025 kl. 12:00. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast stofnuninni á netfangið uos@uos.is merktar UST202412-094.

Núgildandi bráðabirgðaheimild SKOTREYN


Áform um framlengingu bráðabirgðaheimildar SKOTREYN