Stök frétt


Umhverfisstofun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju Ísfélags hf. um borð í Sólberg ÓF-1. Tillagan gerir ráð fyrir heimild til framleiðslu úr allt að 48 tonnum af hráefni á sólarhring. 

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun ust@ust.is merkt UST202309-285, athugasemdir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6.gr. reglugerðar nr. 550/2018. Ef áhugi er fyrir hendi að halda opinn kynningarfund um starfsleyfistillöguna er bent á að hafa samband við Umhverfisstofnun með slíkt erindi sem fyrst.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 11. nóvember 2024.

Tengd skjöl
Tillaga að starfsleyfi
Umsókn