Stök frétt

Í ár eru 50 ár frá því lögin um verndun Mývatns og Laxár voru fyrst samþykkt og Rannsóknarmiðstöðin við Mývatn stofnuð.

Að því tilefni verður haldin afmælishátíð á Skútustöðum í Mývatnssveit þann 22. júní 2024 frá kl.13 -17.

Spennandi dagskrá í boði fyrir alla aldurshópa:

  • 13:00-14:00 Hátíðardagskrá í Skjólbrekku. Setning hátíðar, ávarp frá ráðherra, farið yfir 50 ára sögu rannsókna við Mývatn, sjónarhorn heimafólks. Á meðan bjóða landverðir til barnastundar með landvörðum fyrir utan Skjólbrekku.
  • 14:15-15:15 Fræðsluganga með landvörðum um Skútustaðagíga
  • 15:15 -17:00 Áframhaldandi hátíðardagskrá á Gíg, tónlistaratriði, léttar veitingar, örerindi og vísindaskoðun á rannsóknarstofum RAMÝ.
  • 17:00 Formleg lok

Verið öll hjartanlega velkomin!

Viðburðurinn á Facebook