Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að fella niður starfsleyfi Norðuráls Helguvík ehf. kt. 470207-2800. Norðurál Helguvík ehf. sótti um niðurfellingu starfsleyfisins en álverið hefur ekki hafið starfsemi og hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Umhverfisstofnun fór í lokunareftirlit þann 14. apríl sl. Engin frávik frá kröfum starfsleyfis komu fram í eftirliti og staðfest er að frágangi vegna þeirrar starfsemi sem tilheyrir starfsleyfi álversins sé lokið.

Við þetta fellur þynningarsvæði álversins niður. Þynningarsvæði eru skilgreind sem sá hluti viðtaka þar sem þynning mengunar á sér stað og ákvæði starfsleyfis kveða á um að mengun megi vera yfir umhverfismörkum eða gæðamarkmiðum. Í starfsleyfi Norðuráls í Helguvík er ákvæði um þynningarsvæði en við það að fella starfsleyfið niður fellur þynningarsvæðið niður. Samkvæmt hollustuháttarreglugerðinni nr. 941/2002 um hollustuhætti má íbúðarhúsnæði ekki vera á þynningarsvæðum en við niðurfellingu starfsleyfisins er þessu banni aflétt. 

Tengt efni
Ákvörðun um niðurfellingu starfsleyfis Norðuráls Helguvík