Stök frétt

Mynd: Eldgos á Reykjanesi vorið 2021 / Unsplash

Á fundi Umhverfisstofnunar og lögreglunnar á Suðurnesjum þann 29. ágúst 2022 var ákveðið að beiðnir um undanþágur frá akstri utan vega að gosstöðvunum í Merardölum fari í almennt umsóknar- og leyfisferli hjá Umhverfisstofnun.
Sækja þarf um í gegnum þjónustugátt á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is 

Samkvæmt ákvæðum 31. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd er óheimilt að aka vélknúnum ökutækjum utan vega, þ.m.t. slóða og stíga. Skv. 2. mgr. 31. gr. laga um náttúruvernd er heimilt, ef nauðsyn krefur og með sérstöku leyfi Umhverfisstofnunar, að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna starfa við viðhald skála og neyðarskýla og vegna kvikmyndagerðar, enda sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt.

Málshraðaviðmið Umhverfisstofnunar vegna umsókna um undanþágur frá banni við akstri utan vega er 15 vinnudagar frá því umsækjandi hefur skilað inn þeim gögnum sem stofnuninn þarf til að geta afgreitt erindið en stofnunin leitast við að afgreiða erindi eins fljótt og unnt er.

Ákvörðuninn verður endurskoðuð ef aðstæður á svæðinu breytast.