Stök frétt

Útdráttur hreindýraveiðileyfa laugardaginn 24.febrúar 2018 verður sýndur hér fyrir neðan. Útsending hefst kl 14.00.

Niðurstöður útdráttar verða sendar með tölvupósti eftir helgi til umsækjenda auk þess að birtast á Þjónustugáttinni –mínum síðum

Nokkur atriði til að hafa í huga fyrir þá sem fá úthlutun:

Frestur til að greiða leyfisgjaldið rennur út 15.apríl.  Greiðsluseðlar verða sendir út fljótlega eftir útdrátt. Gjaldið er 150.000 krónur fyrir tarfa og 86.000 fyrir kýr. Ógreiddum leyfum verður endurúthlutað.

Klára þarf skotprófið fyrir 1.júlí

Finna sér leiðsögumann tímanlega en hér má finna lista yfir þá https://www.ust.is/einstaklingar/veidi/hreindyr/leidsogumenn/#Tab3

Umhverfisstofnun ráðleggur veiðimönnum að fara fyrr en seinna til veiða því oft er mikil örtröð á veiðislóð í lok tímabils.

Þeir sem fá úthlutun en hyggjast ekki þiggja leyfið eru beðnir að láta Umhverfisstofnun vita sem fyrst svo hægt sé að flýta endurúthlutun.

Þeir sem fá ekki úthlutun  í þessum útdrætti lenda á biðlista og munu fá SMS og tölvupóst ef þeir fá úthlutun af biðlista seinna