Á Vestfjörðum

Gengið með landvörðum sumarið 2024 - Frítt að taka þátt

 

Surtarbrandsgil 

Sýning um Surtarbrandsgil í gamla prestbústaðnum á Brjánslæk er opin daglega á tímabilinu 13. júní – 15. ágúst. Í tengslum við opnunartíma sýningarinnar er boðið upp á göngur í fylgd landvarðar í gilið alla þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga klukkan 13:00. 

 

Vatnsfjörður 

22. júní kl: 10:00 (laugardagur)– Ganga á Lónfell með landverði
Laugardaginn 22. júní klukkan 10:00 mun landvörður í friðlandinu Vatnsfirði leiða göngu á Lónfell. Farið verður frá bílastæði á Dynjandisheiði, rétt norðan Þverdalsvatns.  
Fjallið Lónfell er stundum nefnt skírnarfontur Íslands þar sem leiddar hafa verið líkur að því að hér sé komið fjallið hvaðan Hrafna-Flóki horfði þegar hann nefndi landið Ísland svo sem segir í Landnámu. Fleiri fjöll hafa þó verið kölluð til og sýnist sitt hverjum. Það sama má segja um örnefnið Lónfell. Heitir fjallið kannski Lómfell? Útsýnið er stórkostlegt, um það eru allir sammála. 
Vegalengd: 5-6 km
Hækkun: 300 m
Tími: 4 klst.
Búnaður: Góðir skór, fatnaður eftir veðri og nesti. Gaman að hafa sjónauka. 

6. júlí kl: 10:00 (laugardagur) – Gíslasöguganga í Geirþjófsfjörð
Laugardaginn 6. júlí mun landvörður í Vatnsfirði leiða Gísla-sögugöngu í Geirþjófsfjörð. Gangan hefst á Dynjandisheiði undir fjallinu Hesti  Gengið verður frá Dynjandisheiði, áningastæði við þjóðveg undir fjallinu Hesti, sem leið liggur ofan í Geirþjófsfjörð. Þátttakendur munu fræðast um Gísla-sögu Súrssonar en Auður Vésteinsdóttir, kona hans,bjó í Geirþjófsfirði á meðan á útlegð Gísla stóð og þar féll hann fyrir mönnum Barkar digra samkvæmt sögunni. Náttúran, kyrrðin og fegurðin í eyðifirðinum Geirþjófsfirði er rómuð en þangað liggja engir vegir. Landvörður bíður við fjallið Hest á merktum bíl rétt fyrir klukkan 13:00 á tilsettum degi og aðstoðar þátttakendur við að koma bílum sínum fyrir fyrir gönguna.  
Vegalengd: 4-5 km
Hækkun: 300 m
Tími: 4 klst
Búnaður: góðir skór, fatnaður eftir veðri og nesti 

13. júlí kl: 10:00 (laugardagur)  Þjóðhátíðar- og fossaganga í Vatnsdal 
Í ár eru liðin 50 ár frá því að þjóðhátíð var haldin í Vatnsfirði helgina 13.-14. júlí árið 1974. Í tilefni þess mun landvörður í friðlandinu leiða fossagöngu um Vatnsdal laugardaginn 13. júlí kl: 10:00.  Í dalnum er fjöld fagurra fossa sem þáttakendur munu þræða á göngu sinni um dalinn. Gengið verður um grösugar flatir, í þéttum birkiskógi og á gljúfurbökkum. Þátttakendur hittast á bílastæði við Lómatjarnir við Vatnsdalsvatn þar sem sameinast verður í bíla áður en keyrt er inn í Vatnsdal. Gangan hefst við bílastæði í botni dalsins. 
Vegalengd: 6 km
Hækkun: óveruleg
Tími: 3 klst
Búnaður: góðir skór, fatnaður eftir veðri og nesti. 

20. júlí kl: 15:00 (laugardagur) - Jarðsaga svæðis - Hörgsnes
Laugardaginn 20. júlí mun landvörður í friðlandinu Vatnsfirði leiða fræðslugöngu á Hörgsnesi. Gangan verður farin í beinu framhaldi af göngu í Surtarbrandsgil þennan dag en gestir þurfa þó ekki að mæta í báðar göngur samhengisins vegna. Rýnt verður í jarðsögu svæðisin þar sem Hörgsnes skartar m.a. digrum klettum, vel sniðnum trjábolaförum og stórkostlegu útsýni yfir Vatnsfjörð og Breiðafjörð. Hvernig verður svona landslag til?
Gangan hefst við bílastæðið á Hörgsnesi og tekur um eina klukkustund. Hörgsnes er á suðvestanverðu Hjarðarnesi við eystri mörk friðlandsins. 
Vegalengd: 500-700 m
Hækkun: óveruleg
Tími: 1 – 1,5 klst
Búnaður: Góðir skór og fatnaður eftir veðri. Gaman að hafa sjónauka. 

26. júlí kl: 10:00 (föstudagur) – Lambagil og austurbakki Vatnsdalsvatns 
Föstudaginn 26. júlí mun landvörður í friðlandinu Vatnsfirði leiða göngu í Lambagil. Leiðin liggur gegnum gömlu skógræktina, inn með Vatnsdal að Lambagiljum og meðfram Vatnsdalsvatni yfir Mörkina. Leiðin býður upp á fallegt útsýni yfir Vatnsdalsvatn og landslag er fjölbreytt. Gangan hefst á bílastæði við rætur Þingmannaheiðar. 
Vegalengd: 5 km
Hækkun: 200 m
Tími: 4 klst
Búnaður: Góðir skór, fatnaður eftir veðri og nesti. 

27. júlí kl: 10:00 (laugardagur) – Ganga á Ýsufell með landverði
Laugardaginn 27. júlí kl: 10:00 mun landvörður í friðlandinu Vatnsfirði leiða göngu á Ýsufell. Mæting er á bílastæði á Dynjandisheiði milli Þverdalsvatns og Helluskarðs. Ýsufell er 703 m hátt og rís upp af Helluskarði, nyrst Hornatáa. Gengið er úr Helluskarði en það er í 468 m hæð. Gönguleiðin er grýtt en af toppnum er fagurt útsýni yfir Arnarfjörð.
Vegalengd: um 3,5 km
Hækkun: 240 m
Tími: um 3 klst.
Búnaður: góðir skór, fatnaður eftir veðri og nesti.

4. ágúst kl: 13:00 (laugardagur)- Ganga á Lónfell með landverði. 
Laugardaginn 4. ágúst klukkan 10:00 mun landvörður í friðlandinu Vatnsfirði leiða fræðslugöngu á Lónfell. Farið verður frá bílastæði á Dynjandisheiði, rétt norðan Þverdalsvatns.  
Fjallið Lónfell er stundum nefnt skírnarfontur Íslands þar sem leiddar hafa verið líkur að því að hér sé komið fjallið hvaðan Hrafna-Flóki horfði þegar hann nefndi landið Ísland svo sem segir í Landnámu. Fleiri fjöll hafa þó verið kölluð til og sýnist sitt hverjum. Það sama má segja um örnefnið Lónfell. Heitir fjallið kannski Lómfell? Útsýnið er stórkostlegt, um það eru allir sammála. 
Vegalengd: 5-6 km
Hækkun: 300 m
Tími: 4 klst.
Búnaður: Góðir skór, fatnaður eftir veðri og nesti. Gaman að hafa sjónauka. 

10. ágúst kl: 10:00 (laugardagur) Fossaganga í friðlandinu Vatnsfirði 
Laugardaginn 10. ágúst kl: 10:00 mun landvörður í friðlandinu Vatnsfirði leiða fossagöngu í Vatnsdal. Þar er fjöld fagurra fossa sem þáttakendur munu þræða á göngu sinni um dalinn. Gengið verður um grösugar flatir, í þéttum birkiskógi og á gljúfurbökkum. Þátttakendur hittast á bílastæði við Lómatjarnir við Vatnsdalsvatn þar sem sameinast verður í bíla áður en keyrt er inn í Vatnsdal. Gangan hefst við bílastæði í botni dalsins. 
Vegalengd: 6 km
Hækkun: óveruleg
Tími: 3 klst
Búnaður: góðir skór, fatnaður eftir veðri og nesti. 

 

Dynjandi

16. September kl: 13:00 – Dagur íslenskrar náttúru –Dynjandi ofan frá
Á degi íslenskrar náttúru býður Umhverfisstofnun áhugasömum í göngu að fossinum Dynjanda ofan frá.
Farið verður frá áningarstæðinu við Kálfeyrarfoss á Dynjandisheiði kl: 13:00, laugardaginn 16. september og gengið meðfram Dynjandisá að þeim stað þar sem hún steypist niður fjallið og myndar fossinn Dynjanda. Þaðan er útsýni yfir Dynjandisvoginn fagurt.
Gangan er um 4 km fram og til baka og gert er ráð fyrir að hún taki 1,5-2 klst. Hún er tiltölulega auðveld en nauðsynlegt er að klæða sig eftir veðri. Allir velkomnir.
Vegalengd: 4 km
Tími: 1,5-2 klst
Búnaður: Góðir skór og fatnaður eftir veðri.

 

Látrabjarg 

7. júlí kl: 13:00 (sunnudagur): Geldingsskorardalur og strand togarans Dhoon. (Birgitta) 
Sunnudaginn 7. júlí klukkan 13:00 mun landvörður á Látrabjargi leiða göngu frá bílastæðinu við Geldingsskorardal að bjargbrún og fræða áhugasama um strand togarans Dhoon í desember 1947 og hið stórkostlega björgunarafrek sem fylgdi. 
Þeir sem vilja geta gengið lengra og endað göngu sína á Bjargtöngum. Ef þátttakendur vilja skilja bíl eftir á Bjargtöngum og fá far með landverði að Geldingsskorardal fyrir gönguna má hafa samband í síma 822-4091 (Birgitta) með góðum fyrirvara. 
Vegalengd: 2 km
Tími: 1-2 klst. 
Búnaður: Fatnaður eftir veðri

Nánari leiðbeiningar: til að komast að bílastæðinu við Geldingsskorar dal er beygt í átt að Keflavík af Látraheiði. Keyrt er sem leið liggur í átt að Keflavík ca. 4 km þar til komið er að vegvísi sem leiðir að Geldingsskorardal. Sá vegur er keyrður á enda og þar mun landvörður bíða gesta klukkan 13:00 á tilsettum degi. 

20. júlí kl: 13:00 (laugardagur): Geldingsskorardalur og strand togarans Dhoon. (Birgitta)
Laugardaginn 20. Júlí klukkan 13:00 mun landvörður á Látrabjargi leiða göngu frá bílastæðinu við Geldingsskorardal að bjargbrún og fræða áhugasama um strand togarans Dhoon í desember 1947 og hið stórkostlega björgunarafrek sem fylgdi. 
Þeir sem vilja geta gengið lengra og endað göngu sína á Bjargtöngum. Ef þátttakendur vilja skilja bíl eftir á Bjargtöngum og fá far með landverði að Geldingsskorardal fyrir gönguna má hafa samband í síma 822-4091 (Birgitta) með góðum fyrirvara. 
Vegalengd: 2 km
Tími: 1-2 klst. 
Búnaður: Fatnaður eftir veðri

Nánari leiðbeiningar: til að komast að bílastæðinu við Geldingsskorar dal er beygt í átt að Keflavík af Látraheiði. Keyrt er sem leið liggur í átt að Keflavík ca. 4 km þar til komið er að vegvísi sem leiðir að Geldingsskorardal. Sá vegur er keyrður á enda og þar mun landvörður bíða gesta klukkan 13:00 á tilsettum degi. 


3. ágúst kl: 13:00 (laugardagur) – Bjargtangar – lífsbarátta fuglanna í Látrabjargi. (Birgitta)
Laugardaginn 22. júlí kl: 13:00 býður landvörður á Látrabjargi áhugasömum í stutta fræðslugöngu á Bjargtöngum þar sem fjallað verður um fuglana sem hreiðra um sig í bjarginu á sumrin og lifnaðarhætti þeirra. Látrabjarg er gjarnan talið stærsta fuglabjarg í Evrópu. 
Gangan hefst við vitann á Bjargtöngum en þaðan verður gengið áleiðs upp eftir brún bjargsins og þátttakendum gefst færi á að hlýða á landvörð og spyrja hann spurninga. 
Nausynlegt er að búa sig eftir veðri og vera sæmilega skóaður, ekki er verra að taka með sér kíki og landvörður verður með handbækur í för sem dregnar verða fram ef veður hangir þurrt. Áætlað er að ganga taki rúma klukkustund og hún er tiltölulega auðveld og flestum fær þó bjargið sé aðeins á fótinn. 
Vegalengd: 1 km
Tími: 1 klst
Búnaður: fatnaður eftir veðri

 

Rauðisandur


21. júlí kl: 13:00 (sunnudagur) – Sjöundá og Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson
Sunnudaginn 21. júlí kl: 13:00 mun landvörður leiða göngu að Sjöundá. Gangan hefst við tjaldstæðið á Melanesi og verður gengið sem leið liggur að tóftum bæjarins. 
Gangan er innblásin af sögunni Svartfugl, sem fjallar um atburðina á Sjöundá árið 1802. Við förum aftur í tímann og skoðum þann heim sem sagan sprettur uppúr. Gunnar sagði sjálfur að hann hefði ekki skrifað söguna eins og hún gerðist heldur eins og hún hefði getað gerst og þau orð verða höfð að leiðarljósi. Landvörður leiðir gönguna og les vel valda kafla úr bókinni sem gefa innsýn í bæði lífið á Sjöundá og tilfinningalíf persónanna sem sagan hverfist um.
Vegalengd: 3 km
Tími: 1 og hálf til 2 klst
Búnaður: Nesti og kaffi á brúsa

17. ágúst kl: 13:00 (laugardagur) - Sjöundá og Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson
Laugardaginn 17. ágúst kl: 13:00 mun landvörður leiða göngu að Sjöundá. Gangan hefst við tjaldstæðið á Melanesi og verður gengið sem leið liggur að tóftum bæjarins.
Gangan er innblásin af sögunni Svartfugl, sem fjallar um atburðina á Sjöundá árið 1802. Við förum aftur í tímann og skoðum þann heim sem sagan sprettur uppúr. Gunnar sagði sjálfur að hann hefði ekki skrifað söguna eins og hún gerðist heldur eins og hún hefði getað gerst og þau orð verða höfð að leiðarljósi. Landvörður leiðir gönguna og les vel valda kafla úr bókinni sem gefa innsýn í bæði lífið á Sjöundá og tilfinningalíf persónanna sem sagan hverfist um.
Vegalengd: 3 km
Tími: 1 og hálf til 2 klst
Búnaður: Nesti og kaffi á brúsa