Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Vatnasvið Markarfljóts, rammaáætlun

Þann 18. október 2018 lagði Umhverfisstofnun fram til kynningar tillögu að friðlýsingu vatnasviðs Markarfljóts: 22 Markarfljótsvirkjun A og 23 Markarfljótsvirkjun B á grundvelli flokkunar svæðisins í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar, sbr. ályktun Alþingisnr. 13/141, frá 14. janúar 2013.

Lögð var fram tillaga að auglýsingu um friðlýsingu svæðisins og kort þar sem tillaga að mörkum svæðisins var dregin upp.

Tillagan byggir á 53. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. 

Frestur til að skila athugasemdum var til og með 23. janúar 2019. 
Umhverfisstofnun hefur nú tekið saman umsögn um framkomnar athugasemdir við tillöguna og vísað tillögu að friðlýsingarskilmálum til ráðherra skv. 2. mgr. 39. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.

Greinargerð Umhverfisstofnunar um framkomnar athugasemdir
Tillaga Umhverfisstofnunar að auglýsingu svæðisins