Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Gæðastýring

Umhverfisstjórnunarkerfi

    

Þessi merki eru ekki merkingar á einstökum vörum heldur eru þetta vörumerki ákveðinna gæða- og umhverfisstjórnunarkerfa. Þessi stjórnunarkerfi eru verkfæri sem fyrirtæki geta notfært sér til þess að hámarka gæðastýringu á þeim þáttum starfseminnar sem valda umhverfisáhrifum. Fyrirtæki sem nýta sér þessi stjórnunarkerfi  ákveða sjálf hvaða umhverfismarkmiðum þau vilja ná.

 

 

EMAS

 EMAS er valfrjást umhverfisstjórnunarkerfi fyrirtækja sem var mótað fyrir tilstilli Evrópusambandsins.

Það sem helst einkennir EMAS er að þau fyrirtæki sem vinna samkvæmt kerfinu:
•    Starfa samkvæmt viðurkenndu og trúverðugu umhverfisstjórnunarkerfi
•    Setja og ná árlega markmiðum sem miða að fyrirtæki bæti sig í umhverfismálum

Á Íslandi hefur Umhverfisstofnun  eftirlit með skráningu í kerfið. Markmiðið með EMAS er að styðja við umhverfisumbætur hjá fyrirtækjum og iðnaði. Það er gert með því að fyrirtækin taka upp virka umhverfisstefnu og vinna að umhverfisverkefnum auk þess virkni kerfisins er tryggð með skipulögðum og óháðum úttektum á umhverfisstjórnunarkerfinu í heild.   

Lestu meira um EMAS á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins