Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Vöktun og ástand

 

Vegna athafna manna á landi og á sjó lenda ýmis efni (náttúruleg efni og gerviefni) í hafinu og geta sum þessara efna verið hættuleg umhverfi sjávar. Undir OSPAR samningnum, sem fjallar um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins, hefur verið þróuð vöktunaráætlun sem miðar að því að safna upplýsingum um uppruna, dreifingu, styrk og áhrif efnanna. Niðurstöður vöktunarinnar gefa færi á að meta hvort náð verður settum markmiðum um að útrýma og/eða minnka losun á efnum sem hafa í för með sér skaðleg áhrif á heilsu manna eða lífríki hafsins.

Umhverfisstofnun heldur utan um vöktun á mismunandi mæliþáttum í hafi, lofti og úrkomu og í straumvatni samkvæmt vöktunaráætlun OSPAR. Með vöktuninni uppfyllir Ísland hluta skuldbindinga OSPAR samningsins.

Árið 2023 gaf OSPAR út yfirlitsskýrslu um ástand Norðaustur-Atlantshafsins. Niðurstöður OSPAR vöktunarinnar eru einnig nýttar í AMAP (Arctic Monitoring and Assessment Programme) sem er vinnuhópur undir Norðurskautsráðinu, en hlutverk hans er að vakta og meta ástand umhverfisins á norðurskautssvæðinu og ógnir sem að því steðja.