Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Vatnaáætlun 2022-2027

Mynd: Haraldur Hugosson - UnsplashMynd: Þingvallavatn, Haraldur Hugason - Unsplash

Vatnaáætlun Íslands 2022-2027

Núgildandi vatnaáætlun er jafnframt fyrsta vatnaáætlun sem unnin hefur verið fyrir Ísland. Hún var staðfest af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Víðtækt samráð og umsagnarferli

Í lögum um stjórn vatnamála er umfangsmikið samráð við hina ýmsu aðila innbyggt. Vatnaáætlun og fylgiskjöl hennar voru því unnin í samstarfi við ýmsa hagaðila í gegnum ráðgjafanefndir og aðra sem höfðu beina þátttöku í gerð hennar, til dæmis vatnasvæðanefndir, vatnaráð og fagstofnanir. Drög að vatnaáætlun voru einnig sett í umsagnarferli þar sem öllum gafst kostur á að koma með ábendingar.