Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Álagsgreining

Margs konar umsvif manna geta valdið álagi á vatn, sem dæmi með losun efna út í umhverfið, vegna vatnsformfræðilegra breytinga eða vegna vatnstöku grunnvatns. Álag getur haft neikvæð áhrif með því að rýra notagildi vatns eða breyta efna- og eðlisþáttum og og lífríki vatns.

Til að meta umfang álags og hvort það geti valdið því að vatnshlot nær ekki umhverfismarkmiðum sínum er gerð álagsgreining fyrir hverja vatnaáætlun (á 6 ára fresti). Umhverfis- og orkustofnun stýrir vinnunni en gerir það í samstarfi við vatnasvæðanefndir og ráðgjafanefndir sem innifela meðal annars fulltrúa frá sveitarfélögum, heilbrigðiseftirlitum, fagstofnunum, iðnaði og öðrum hagsmunaaðilum.

Í mati á álagi eru vatnshlot flokkuð í þrjá hópa eftir því hvort þau standist umhverfismarkmið um gott ástand, aðgreindir með eftirfarandi litum:

Í HÆTTU1 Vatnshlot undir umtalsverðu álagi og er ekki talið standast umhverfismarkmið um gott ástand. 

ÓVISSA2 Vísbending um álag og óvissa um áhrif þess, skortur á gögnum. Álag á vatnshlot ekki nægilega þekkt og því ekki hægt að flokka það í ekki í hættu“ eða í hættu án frekari athugunar. 

EKKI Í HÆTTU3 Vatnshlot ekki undir umtalsverðu álagi og stenst umhverfismarkmið um gott ástand.

______________________

1. Þetta samsvarar „undir álagi“ sbr I) lið í 7. gr. reglugerðar nr. 535/2011.2. Þetta samsvarar „ekki undir álagi“ sbr. III) lið í 7. gr. reglugerðar nr. 535/2011.3. Þetta samsvarar „mögulega í hættu“ sbr. II) lið í 7. gr. reglugerðar nr. 535/2011.

Álag af völdum mengunar

Álagi af völdum mengunar er skipt í tvennt:

  • Punktlosun: Þegar uppsretta losunar er afmörkuð, til dæmis frá útrásaropi fráveitu eða starfsleyfisskyldri starfsemi eða iðnaði.
  • Dreifða losun: Álag sem er ekki hægt að afmarka á ákveðnum stað, til dæmis áburðarnotkun í landbúnaði, rotþrær, afrennsli af þéttum flötum, svo sem iðnaðarsvæðum og götum í þéttbýli. Efni sem helst er horft til eru næringarefni, plöntuvarnarefni, snefilmálma og þrávirk lífræn eiturefni.

Vatnsformfræðilegt álag

Vatnsformfræðilegt álag er álagsþáttur sem breytir eða hindrar streymi vatns, til dæmis stíflur, brýr, vegir, þverun fjarða, hafnir, efnistaka eða rof- flóðvarnargarðar.

Vatnsformfræðilegt álag er nokkuð viðamikill álagsþáttur á íslensk vatnshlot. Vegna forgangsröðunar verkefna var í vatnaáætlun 2022-2027 ákveðið að hefja vinnu með þau vatnshlot sem eru undir umtalsverðu vatnsformfræðilegu álagi vegna vatnsaflsvirkjana eða þær sem eru yfir 10 MW. Vinna við vatnsformfræðilegt álag heldur áfram fyrir næstu vatnaáætlun (2028-2033).

Álagsgreining

Álagsgreiningin sem liggur til grundvallar fyrir vatnaáætlun var gefin út árið 2013 í stöðuskýrslu fyrir vatnssvæði Íslands. Í þessari fyrstu álagsgreiningu var sjónum fyrst og fremst beint að fjölbreyttu álagi af völdum punktlosunar. Endurmat var gert á álagsgreiningunni árið 2019 til að ná betur utanum álag vegna fráveitu og fiskeldis og í kjölfarið var afmörkun vatnshlota í strandsjó endurskoðuð.

Undirbúningur að nýrri álagsgreiningu er hafinn í samstarfi við áðurnefnda aðila sem mun verða grunnurinn að næstu vatnaáætlun fyrir Ísland (2028-2033).