Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stjórn vatnamála

Vatn er auðlind sem mikilvægt er að umgangast á ábyrgan hátt, ekki síst fyrir komandi kynslóðir. Við þurfum að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni og náttúrulegu ástandi vistkerfa ferskvatns og strandsjávar. Við þurfum einnig að tryggja gæði grunnvatns.  

Hreint og gott vatn er lífsnauðsynlegt fyrir bæði menn, dýr og vistkerfi. 

Með setningu laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála var sett á fót nýtt stjórnkerfi sem miðar að verndun íslenskrar vatnsauðlindar til framtíðar. Lögin fela í sér rannsóknir og vöktun sem byggir á samvinnu stjórnvalda, stofnana, ráðgjafa, sveitarfélaga, hagsmunaaðila og almennings. Öll leyfi (rannsókna-nýtinga- og starfsleyfi) sem hafa einhverskonar áhrif á vatn eiga að vera í samræmi við þá stefnumörkun um vatnsvernd sem sett er fram í lögunum og í Vatnaáætlun 2022-2027. 

 

 

Hreint og gott vatn er lífsnauðsynlegt fyrir menn, dýr og vistkerfi