Snyrtivörur

Snyrtivörur eru ómissandi hluti af daglegu lífi og flestir nota margar tegundir á dag. 

Það þarf að vanda valið því ýmsar snyrtivörur innihalda efni sem geta haft skaðleg áhrif á heilsu og umhverfi. Þetta eru t.d. rotvarnarefni, ilmefni, litarefni eða önnur efni sem geta valdið ofnæmi. 

Efnin finnast í vörum eins og t.d. tannkremi, sjampói, handsápu og kremum en líka í andlitsfarða, þvotta- og snyrtivörum fyrir börn og húðflúrsvörum. Framleiðendur snyrtivara eru skyldugir að gefa upp innihaldsefni á umbúðum.