Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Upplýsingar um útstreymisbókhald

Upplýsingar um útstreymisbókhald - E-PRTR (The European Pollutant Release and Transfer Register)

Umhverfisstofnun gegnir hlutverki lögbærs yfirvalds sbr. 5., 7., 9. og 10. gr. og III. viðauka reglugerðar (EB) nr. 166/2006 um að koma á fót Evrópuskrá yfir losun og flutning mengunarefna og um breytingu á tilskipunum ráðsins 91/689/EBE og 96/61/EB.

Evrópska losunar- og flutningaskráin yfir mengunarefni (E-PRTR) er evrópsk skrá sem veitir aðgengilegar helstu umhverfisgögn frá iðnaði í aðildarríkjum Evrópusambandsins og á Íslandi, Liechtenstein, Noregi, Serbíu og Sviss. E-PRTR leysir af hólmi  fyrri losunarskrá um mengunarefni (EPER). Skráin inniheldur gögn sem tilkynnt er um árlega af meira en 30.000 iðnaðarfyrirtækjum sem ná til 65 mismunandi atvinnustarfsemi í Evrópu. Fyrir hverja aðstöðu rekstraraðila eru veittar upplýsingar um magn losunar í loft, vatn og land auk flutninga á úrgangi. Notast er við lista yfir 91 helstu mengandi efni þ.m.t. þungmálma, skordýraeitur, gróðurhúsalofttegundir og díoxín fyrir frá árinu 2007.

Hægt er að skoða upplýsingar um útstreymisbókhald fyrirtækja sem falla undir reglugerð 166/2006 inn á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Frekari upplýsingar er hægt að sækja á vefsíðu EEA

PRTR – Guidance document