Stök frétt

Umhverfisstofnun áformar að framlengja bráðabirgðaheimild SORPU bs., kt. 510588-1189, til áframhaldandi urðunar í Álfsnesi. SORPA bs. óskar eftir framlengdri  bráðabirgðaheimild til að hægt sé að halda áfram urðun í Álfsnesi meðan unnið er að breytingu á starfsleyfinu.
Samkvæmt 6. mgr. 7. gr. a. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 er Umhverfisstofnun  heimilt að framlengja bráðabirgðaheimild um allt að eitt ár að uppfylltum skilyrðum 7. gr. a. laganna. 
Bráðabirgðaheimild SORPU bs. gildir til 21. desember nk. Umhverfisstofnun áformar að framlengja bráðabirgðaheimildina til eins árs.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 18. desember 2024. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast stofnuninni á netfangið ust@ust.is merktar UST202412-096

Núgildandi bráðabirgðaheimild.

Starfsleyfi Sorpu Álfsnesi, fallið úr gildi.