Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um breytingu á starfsleyfi Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. í Reykjanesbæ.

Um er að ræða breytingu á 4. og 5. tl. 1. mgr. í grein 1.2 starfsleyfisins og felur breytingin í sér heimild til að taka á móti auknu magni af sóttmenguðum úrgangi og spilliefnum. Ekki er um að ræða aukningu á heildarmagni móttekins úrgangs sorpbrennslustöðvarinnar. 

Tillaga að breyttu starfsleyfi var auglýst opinberlega á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu á tímabilinu 9. júlí til og með 6. ágúst 2024. Auglýsingin var birt á vefsíðu Umhverfisstofnunar þann 9. júlí 2024 ásamt gögnum sem lágu til grundvallar tillögunni. Heimilt var að gera athugasemdir við tillöguna á sama tímabili. Ein umsögn barst á auglýsingartíma, frá Reykjanesbæ en þar kom fram að bæjarráðið gerði ekki athugasemdir við breytinguna. 

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar.

Tengd skjöl: