Stök frétt

Umhverfisstofun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir starfsstöð Stjörnugríss hf. að Melum, Hvalfjarðarsveit. Tillagan gerir ráð fyrir allt að 8.000 stæðum fyrir eldissvín, þ.e. alisvín frá 30 kg lífþyngd. 

Umsóknin barst í nafni og kennitölu Svínaríki ehf. en í samskiptum við rekstraraðila kom fram að starfsleyfið ætti að vera á nafni og kennitölu Stjörnugrís hf.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun ust@ust.is merkt UST202306-401, athugasemdir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6.gr. reglugerðar nr. 550/2018. Ef áhugi er fyrir hendi að halda opinn kynningarfund um starfsleyfistillöguna er bent á að hafa samband við Umhverfisstofnun með slíkt erindi sem fyrst.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 11. júní 2024.

Tengd skjöl: