Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á rannsóknarleyfi til hagnýtra rannsókna á örverum á afmörkuðum jarðhitasvæðum fyrir Bláa Lónið Ísland ehf., kt. 490792-2369, Norðurljósavegi 9, 241 Grindavík.

Rannsókarleyfið er gefið út í samræmi við 34. gr. laga nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu og reglur um veitingu leyfa til rannsókna og nýtingar á örverum sem vinna má á jarðhitasvæðum, nr. 234/1999. Rannsóknarleyfið veitir Bláa Lóninu Ísland ehf. sérleyfi til rannsókna á hveraörverum, sbr. skilgreiningu í 3. gr. reglnanna, á jarðhitasvæðum A1 Reykjanes og A2 Svartsengi. Rannsóknarleyfið tekur þegar gildi og gildir til 17. júlí 2030.

Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar um útgáfu rannsóknarleyfisins er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfis- og orkustofnunar skv. 2. mgr. 33. gr. auðlindalaga og sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Tengd skjöl:

Rannsóknarleyfi – Bláa Lónið Ísland ehf.