Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt


Umhverfis- og orkustofnun áformar að framlengja bráðabirgðaheimild Sláturfélags Suðurlands svf., kt. 600269-2089 vegna reksturs sláturhúss og brennsluofns að Fossnesi, Selfossi, sbr. 6. mgr. 7. gr. a. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Félagið hefur sótt um framlengdra bráðabirgðaheimild til áframhaldandi reksturs sláturhússins.

Samkvæmt 6. mgr. 7. gr. a. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 er Umhverfis- og orkustofnun heimilt að framlengja bráðabirgðaheimild um allt að eitt ár að uppfylltum skilyrðum 7. gr. a. laganna. 

Bráðabirgðaheimild sláturfélagsins gildir til 25. maí nk. Umhverfis- og orkustofnun áformar að framlengja bráðabirgðaheimildina þar til starfsleyfið hefur verið gefið út en þó eigi lengur en til eins árs.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 23. maí nk. kl. 12:00. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast stofnuninni á netfangið uos@uos.is merktar UOS2505259.

Tengd skjöl:
Núgildandi bráðabirgðaheimild Sláturfélags Suðurlands svf.
Áform um framlengingu bráðabirgðaheimildar Sláturfélags Suðurlands svf.