Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu losunarleyfis fyrir Carbfix hf. kt. 531022-0840, Bæjarhálsi 1, 119 Reykjavík, vegna geymslu koldíoxíðs í jörðu. Losunarleyfið er gefið út fyrir geymslusvæði Carbfix hf. á Hellisheiði. Stofnuninni hafa borist öll tilskilin gögn sem þykja sýna fram á að rekstraraðilinn sé fær um að vakta losun frá starfsstöð sinni og gefa árlega skýrslu um losun frá henni, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Útgáfa leyfisins er í samræmi við ákvæði laganna og reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

Losunarleyfið var gefið út 8. maí 2025 og er ótímabundið.

Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar þessarar sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Birting á vefsíðu Umhverfis- og orkustofnunar telst opinber birting, sbr. 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 606/2021 um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir.

Tengd skjöl:

Ákvörðun um útgáfu losunarleyfis

Losunarleyfi