Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Snyrtivöruvefgátt

 

Snyrtivöruvefgátt ESB - CPNP 

Áður en snyrtivara er markaðssett innan Evrópska efnahagssvæðsins skal ábyrgðaraðili tilkynna/skrá vöruna með rafrænum hætti í snyrtivöruvefgátt ESB (Cosmetic Products Notification Portal, CPNP). Þetta á við um framleiðendur snyrtivara, aðila sem markaðssetur snyrtivöru undir sínu nafni eða vörumerki eða breytir vöru sem þegar hefur verið sett á markað og aðila sem flytur snyrtivöru í fyrsta sinn inn á EES svæðið.

Leiðbeiningar eru til á íslensku og ensku um það hvernig standa eigi að skráningu í CPNP.

Upplýsingar sem þarf að skrá í CPNP

Almennar upplýsingar 

  • Flokkur og heiti vöru. 
  • Nafn og heimilisfang ábyrgðarmanns og samskiptaupplýsingar. 
  • Upprunaland snyrtivöru. 
  • Ríki innan EES þar sem markaðssetja á snyrtivöru. 
  • Ljósmynd af vöru/umbúðum. 
  • Mynd af miða á umbúðum og/eða sýna texta á umbúðum. Allar skyldubundnar merkingar eiga að sjást á miðanum. 

Efnaupplýsingar

  • Rammasamsetning vöru, nákvæmt efnainnihald og styrk efna eða efnainnihald og styrkleikabil efna (um er að ræða þrjá kosti sem valið er á milli) 
  • CMR efni (ef eru í vöru) og auðkenni þeirra. 
  • Nanóefni (ef eru í vöru), auðkenni (IUPAC heiti), stærð agna, eiginleikar, magn, eiturefnafræði, öryggi og váhrif nanóefnis. 

Nánari upplýsingar um þau gögn sem ber að skrá má finna í 13. gr. reglugerðar (EB) nr. 1223/2009.