Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Skattar á F-gös

 

Greiða þarf sérstakan skatt á hvert kíló af flúoruðum gróðurhúsalofttegundum sem fluttar eru til landsins í samræmi við lög nr. 129/2009 um umhverfis- og auðlindaskatta. Fjallað er um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir í III. kafla laganna.

Tollyfirvöld annast álagningu skattanna og Ríkisskattstjóri innheimtuna sbr. 15. gr. laganna. Athugið að Umhverfisstofnun hefur ekki aðkomu að álagningu eða innheimtu skattanna og fyrirspurnum um þá er því best að beina til viðeigandi yfirvalda.

Fjárhæð skattsins er háð hnatthlýnunarmætti lofttegundarinnar sem um ræðir. Fjárhæðir fyrir stök efnasambönd og þekktar blöndur má sjá í þar til gerðri töflu í lögunum en þær upplýsingar er einnig hægt að nálgast í veftollskrá eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Í veftollskránni hefur skatturinn kóðann FL í lista yfir gjöld. Til að finna hvaða tollflokki tiltekin lofttegund tilheyrir er hægt að leita eftir síðari hluta tæknilega heitisins (t.a.m. 134a fyrir HFC-134a eða 449A fyrir R449A).

Mynd 1: Skjáskot úr veftollskrá sem sýnir hvar lesa má fjárhæð skattsins út úr töflunni.




Efni á þessari síðu var síðast uppfært 6. júní 2023.