Umhverfisstofnun var lögð niður 31. desember 2024. Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi.

Veiðifrétt

18.09.2024 22:01

19. september 2024

Enn og aftur ganga veðurguðirnir í lið með hreindýraskyttum, nú virðist bjart á öllum svæðum og sennilega verður þannig líka á morgun. Ívar Karl með þrjá að veiða kýr á sv. 1, fellt á Heljardalsfjöllum, Siggi Aðalsteins með þrjá að veiða kýr á sv. 1, ein felld í Krókavatnshæðum, Villi í Möðrudal með þrjá að veiða kýr á sv. 1, Pétur í Teigi með einn að veiða kú á sv. 1, fellt á Dalsheiði, Alli í Klausturseli með einn að veiða kú á sv. 1, fellt við Þverá í Dalsheiði, Grétar með einn að veiða kú á sv. 2, fellt við Strútsá, Jón Egill með einn að veiða kú á sv. 3, Friðrik á Hafranesi með einn að veiða kú á sv. 5, Elvar Friðriks með einn að veiða kú á sv. 5, fellt á Harðskafa, Arnór Ari með tvo að veiða kýr á sv. 6, fellt á Skútunni og í Fagradal, Albert með tvo að veiða kýr á sv. 7, fellt í Hofsdal, Eiður Gísli með tvo að veiða kýr á sv. 7, fellt í Snædal, Siggi Einars með tvo að veiða kýr á sv. 7, fellt í Hofsdal, Frosti með einn að veiða kú á sv. 7, fellt, Gunnar Bragi með einn að veiða kú á sv. 9, fellt austan við Heinaberg.
Til baka