Veiðifrétt

17.09.2024 23:18

18. september 2024

Þá fer nú að styttast í þeim tíma sem menn hafa til veiða, Bensi í Hofteigi með tvo að veiða kýr á sv. 1, fellt við Hafralón, Ólafur Gauti með tvo að veiða kýr á sv. 1, fellt við Heljardalsfjöll, Einar Eiríks með einn að veiða kú á sv. 1, fellt utan við Heljardalsfjöll, Pétur í Teigi með einn að veiða kú á sv. 1, fellt norðan við Hafralón, Alli í Klausturseli með einn að veiða kú á sv. 1, Einar Axels með einn að veða kú á sv. 2 og tvo að veiða kýr á sv. 6, fellt í Villingafelli og við Hornbyrnju, Ívar með einn að veiða kú á sv. 3, fellt í Moldarbotnum, Halli Pöllu með einn að veiða kú á sv. 3, fellt ofan við Kötluhraun, Jón Egill með tvo að veiða kýr á sv. 3, fellt við Stafdalsfjall, fór með þrjá seinnipart að veiða kýr sv. 3 og fellt við Stafdalsfjall, Sævar með tvo að veiða kýr á sv. 5, fellt á Harðskafa, Gunnar Bragi með einn að veiða kú á sv. 9, fellt í Heinabergsdal.
Til baka