Veiðifrétt

15.09.2024 07:42

15. september 2024

Seinasti veiðidagur tarfa er runninn upp. Veðrið er að lagast. Jónas Hafþór með tvo að veiða kýr á sv. 3, fellt ofan við Ormsstaði, Jón Egill með einn að veiða kú á sv. 3, fellt ofan við Ormsstaði, Sævar með þrjá að veiða kýr á sv. 5, fellt í Sandvík, bætti einum við með kú, fellt í Sandvík, Einar Axels. með einn að veiða kú á sv. 6, Daníel í Dölum með einn að veiða kú á sv. 6, fellt í Tungudal, Þorri Magg. með einn að veiða kú á sv. 6, fellt í Tungudal, Árni Björn með einn að veiða kú á sv. 7, fellt undir Hrossatindi, Þorri Guðm. með einn að veiða kú á sv. 7, fellt undir Hrossatindi, Gunnar Bragi með tvo að veiða kýr á sv. 7, fellt í Starmýrardal, Guðmundur á Þvottá með einn að veiða tarf á sv. 8, fellt við Svínafell, Siggi á Borg með tvo að veiða kýr á sv. 9, fellt í Staðardal, Júlíus með einn að veiða kú á sv. 9, fellt í Steinadal. Þá liggur að fyrir að þrír tarfar náðust ekki af útgefnum kvóta, einn á sv. 5 og tveir á sv. 1.
Til baka