Veiðifrétt

26.08.2024 07:18

26. ágúst 2024

Heldur er nú veður að lagast, úrkoma að minnka. Enn á eftir að veiða rúmlega helming þeirra dýra sem á að veiða nú í haustveiðunum. Villi í Möðrudal með einn að veiða kú á sv. 1, fellt við Sveinsdalsvötn, Jakob Karls. með einn að veiða kú á sv. 1, fellt norðan við Hafralón, Bensi í Hofteigi með tvo að veiða kýr á sv. 1, fellt við Hafralón, Siggi Aðalsteins með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt í Mælifellsdal, , Aðalsteinn Sig. með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt í Mælifellsdal, Jón Egill með tvo að veiða tarfa á sv. 1, fellt í Mælifellsdal, Jón Magnús með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt við Þjóðfell, Alli Hákonar með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt á Litla-Þjóðfelli, Ólafur Gauti með tvo að veiða tarfa á sv. 1, fellt við Hrúthól utan við Vegafjall, Einar Axels. með einn að veiða tarf á sv. 2, fellt á Vesturöræfum, Óttar með einn að veiða kú á sv. 3, Stebbi Kristm. með tvo að veiða tarfa á sv. 3, Björn Ingvars með einn að veiða tarf á sv. 3, fellt neðan Kerlingadals, Ólafur Örn með einn að veiða tarf á sv. 3, fellt utan við Grjótups í Eiríksdal, Sævar með tvo að veiða tarfa á sv. 5, fellt í Sandvík, Örn Þorsteins með einn að veiða tarf á sv. 5, Ómar með einn að veiða kú a sv. 6, fellt í Breiðdal, Friðrik á Hafranesi með einn að veiða tarf á sv. 6, fellt i Heydalafjalli, Brynjar með einn að veiða tarf á sv. 7, Júlíus með einn að veiða tarf á sv. 7, fellt í Geithellnadal, Gunnar Bragi með einn að veiða tarf á sv. 9, fellt í Grænhjallabotni, Siggi á Borg með tvo að veiða tarfa á sv. 9, fellt í Kálfafellsdal.
Til baka