Veiðifrétt

20.08.2024 08:15

20. ágúst 2024

Veiðar hafa gengið erfiðlega seinustu daga. Þó kvótinn sé mun minni en áður er mikið eftir að veiða. Nú er þoka yfir hluta veiðisvæða, sennilega skásta veiðiveðrið á suðurfjörðum, Hafliði Hjarðar með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt í Sauðafelli, Siggi Aðalsteins með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt á Háumýrum, Snæbjörn með tvo að veiða kýr á sv. 1, fellt á Brúardölum, Grétar Karls. með einn að veiða kú á sv. 1, fellt við Sammælingarhnjúk, Tóti Borgars með tvo að veiða kýr á sv. 3, felltt í Kækjudal og Kækjudalskjaffti, Stefán Geir með einn að veiða tarf á sv. 3, Örn Þorsteins með tvo að veiða tarfa á sv. 3, Heimir Gylfa með einn að veiða tarf á sv. 4, fellt innan við Rauðshaug, Stebbi Kristm. með einn að veiða kú á sv. 4, fellt í Skálanesheiði, Sævar með einn að veiða kú á sv. 5, fellt i Sandvík, Friðrik Ingi með einn að veiða tarf á sv. 6, Jónas Bjarki með tvo að veiða kýr á sv. 7, fellt í Múlabót, Eiður Gísli með einn að veiða kú á sv. 7, fellt í Geithellnadal.
Til baka