Veiðifrétt

09.07.2024 09:50

15. júlí 2024

Skrifað 14. júlí. Gott kvöld. Þá styttist í að enn eitt veiðitímabil hreindýra hefjist. Menn eru spenntir eins og áður og sumir komnir á veiðislóð og bíða eftir því að klukkan slái tólf á miðnætti. Veðrið er gott og nótttin verður hlý. Þeir leiðsögumenn sem tilkynnt hafa sig til veiða þennan fyrsta veiðidag eru: Svæði 1: Ívar Karl með einn veiðimann, fellt uppúr miðnætti á Digranesi. Grétar Karls. með tvo veiðimenn, fellt við Sandfell, Svæði 4: Jón Egill með einn veiðimann, fellt við Eldhnjúka, Svæði 5: Sævar Guðjóns. með tvo veiðimenn , fellt í Vöðlavík, Svæði 6: Frosti Magg. með einn veiðimann, fellt í Afrétt í Stöðvarfirði. Svæði 7: Eiður Gísli með tvo veiðimenn, fellt ofan við Teigarhorn, Guðmundur á Þvottá með einn veiðimann, fellt við Skála í Berufirði, Magnús Karls. með einn veiðimann, fellt í Hamarsfirði. Svæði 9: Skúli Ben. með tvo veiðimenn, fellt í Gabbródal, Júlíus Gunnl. með þrjá veiðimenn, tveir tarfar felldir í Kálfafellsdal.fellt
Til baka