11.09.2023 21:02
12. september 2023
Frábært veiðiveður á öllum svæðum, nú væri betra að sjá fleiri veiðimenn þar sem veðurspá er ekki góð fyrir seinustu dagana - gæti orðið vætusamt. Tarfaveiðum er lokið á nokkrum svæðum enda eru aðeins 4 dagar eftir til að veiða tarfa. Jón Egill með einn að veiða kú á sv. 1, fellt í Bæjarflóa, Ívar Karl með einn að veiða kú á sv. 1, fellt við Hofsá, Siggi Aðalsteins með einn að veiða kú á sv. 1, fellt við Skarðsá, Snæbjörn með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt við Hofsá, Ívar Karl með tvo að veiða kýr á sv. 3, fellt í Loðmundarfirði, Jónas Hafþór með einn að veiða kú á sv. 4, fellt í Sörlastaðadal, Tóti Borgars með tvo að veiða kýr á sv. 5, fellt á Svínadal, Sævar með einn að veiða kú á sv. 5, fellt í Hrævarskörðum, Eiður Gísli með einn að veiða kú og tvo að veiða tarfa á sv. 7, fellt í Hofsbót og í Geithellnadal, Gunnar Bragi með einn að veiða tarf á sv. 8 fellt í Hvaldal.
Til baka