Veiðifrétt

19.09.2021 21:08

20. sept. 2021

Lokadagur veiða. Siggi Aðalsteins með einn á sv. 1, fellt við Litlu Hálsamýri, Einar Axels. með einn á sv. 1. fellt við eyðibýlið Háls, Eiður Gísli með tvo á sv. 7. fellt í Afréttarfjalli. Veiðum lokið þetta árið. Staðan er þá sú að ekki veiddust: 13 kýr á sv. 2, 2 kýr á svæði 6, 4 kýr á sv. 7 og tvær kýr á sv. 8, 1 tarfur á sv. 6 og 2 tarfar á sv. 8. Þessi niðurstaða verður að teljast góð. Of mikil samþjöppun varð á veiðum seinni hluta veiðitímans. Í heild var veður gott á veiðitímabilinu og fáir þokudagar heilt yfir. Óvenjulegt að suðlægar áttir eða hægviðri með áttleysu var stóran hluta tímans. Hver veiðitímabil er einstakt. Vil þakka leiðsögumönnum fyrir frábært samstarf á veiðitímabilinu og einnig þeim veiðimönnum sem ég hef verið í samskiptum við. Vonandi var þetta tímabil ánægjulegt fyrir sem flesta þó einhverjir hnökrar komi alltaf upp. Veiðar á kúm eru á tveimur svæðum frá 1. til 20. nóvember, svæðum 8 og 9.
Til baka