Umhverfistofnun - Logo

Veiðifrétt

11.09.2021 22:21

12. sept. 2021

Fáir á veiðum í dag. Þeir sem ekki hafa enn farið til veiða og ætla sér ekki að fara ættu að hafa samband og skila inn leyfunum. Einhverjir á biðlistum eru enn tilbúnir að taka leyfi þó stutt sé eftir. Pétur í Teigi með einn að veiða kú á sv. 1, Ólafur Gauti með einn að veiða kú á sv. 1, fellt á Bruna, Alli Hákonar með tvo að veiða kýr á sv. 2, fellt á Tungusporði, Siggi Aðalsteins með tvo að veiða kýr á sv. 2, Jónas Hafþór með tvo að veiða tarfa og einn að veiða kú á sv. 2, fellt innan við Folavatn, Ívar Karl með þrjá að veiða kýr á sv. 2, fellt utan og innan við Folavatn, Óskar með einn að veiða kú og annan að veiða tarfa á sv. 3, fellt utan við Gilsárdal, Óli Skálanesi með einn að veiða kú á sv. 4, Gunnar Bragi með einn að veiða kú á sv. 7, Henning með einn að veiða tarf á sv. 9, fellt í Þverárbotni, Nú eru aðeins þrír dagar eftir af tarfatímabilinu.
Til baka