Umhverfistofnun - Logo

Veiðifrétt

14.08.2019 22:59

15. ágúst 2019

Gott veiðiveður í dag, mættu vera fleiri á veiðum. Jakob Karls með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt í Viðvíkurdal, Maggi Karls með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt ofan við Bakkafjarðarþorp, Reimar með einn að veiða kú á sv. 2, fellt við Hálslón, Eiður Gísli með tvo að veiða kýr á sv. 2, fellt yst á Snæfellsnesi, 20 dýr kýr og kálfar, Siggi Aðalsteins með þrjá að veiða kýr á sv. 2, fellt í Klausturselsheiði, Alli Hákonar með tvo að veiða tarfa á sv. 2, fellt í Rana, Ívar Karl með tvo að veiða kýr á sv. 2, fellt á Fellaheiði, Jón Hávarður með þrjá að veiða kýr á sv. 3, Sævar með tvo að veiða tarfa og einn að veiða kú á sv. 5, fellt í Viðfirði, Rúnar með þrjá að veiða kýr á sv. 6, fellt í Hraungarði, Jónas Bjarki með einn að veiða kú á sv. 6, Stebbi Magg með einn að veiða tarf á sv. 6, fellt í Súlnadal, Guðm. Valur með einn að veiða kú á sv. 7, fellt í Geithellnadal, Jón Magnús með einn að veiða tarf á sv. 7, fellt í Berufjarðarskarði, Gunnar Bragi með tvo að veiða tarfa og einn að veiða kú á sv 8, fellt í Hvítamelsbotnum, Siggi á Borg með tvo að veiða tarfa á sv. 9, fellt neðan við Flatey.
Til baka