Frétt

Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Eindagi greiðslu úthlutaðra hreindýraveiðileyfa er mánudagurinn 15. apríl.

Borga þarf kröfu í heimabanka fyrir kl. 21.00 mánudaginn 15. apríl en krafan hverfur þá úr bankanum. Þau sem ekki greiða kröfuna fyrir tilskilinn tíma hafna þar með úthlutuðu leyfi.

Krafa frá Ríkissjóðsinnheimtu á að vera í heimabanka þeirra sem hafa fengið úthlutun, það voru ekki sendir út greiðsluseðlar. 

Að gefnu tilefni bendir Umhverfisstofnun á að mikilvægt er að greiða ekki á seinustu stundu og einnig að fylgjast með því að greiðslur sem hafa verið settar í sjálfvirkar greiðslur á eindaga greiðist.