Hreindýraveiðitímabili haustsins lauk þriðjudaginn 20. september. Veiðar gengu í heildina vel og tókst að veiða stærsta hluta útgefins veiðikvóta, þar hjálpaði gott veður síðustu vikur veiðitímabilsins vissulega til.
Felld voru 920 hreindýr. Þó verður að taka fram að veiðisvæði 2 sker sig nokkuð úr hvað það varðar. Eftirfarandi veiddist ekki af útgefnum kvóta:
Svæði |
Tarfar | Kýr |
2 |
15 | 33 |
5 | 1 | |
6 | 1 | |
7 | 3 | 1 |
8 | 1 |
Skýring á svo háum hluta/fjölda dýra á svæði 2 sem ekki veiddist er sú að lítið fannst af dýrum á svæðinu. Sjá hér frétt frá 16. september
Nóvemberveiðar fara svo í hönd á hreinkúm á tveimur syðstu veiðisvæðunum þ.e. svæði 8 og svæði 9. Alls er heimilt að veiða þar 46 kýr á tímabilinu 1. – 20. nóvember. Þeim leyfum hefur þegar verið úthlutað.