Frétt

Í ljósi þjóðfélagsaðstæðna og þeirrar óvissu sem nú er uppi vegna COVID19 faraldursins hefur Umhverfisstofnun ákveðið að seinka gjalddaga á hreindýraveiðileyfum til 5. maí til að gera veiðimönnum kleift að greiða fyrir veiðileyfi á þann hátt að fjárhagsleg áhætta þeirra vegna veiðileyfanna verði ekki meiri en nauðsynlegt er.

Í samræmi við seinkun gjalddagans verður veiðileyfum ekki úthlutað til veiðimanna á biðlista fyrr en í fyrsta lagi 5. maí nema handhafar veiðileyfa hyggist ekki taka við leyfi sem þeir hafa fengið úthlutað og tilkynni Umhverfisstofnun það fyrir þann tíma. Umhverfisstofnun óskar eftir því að þeir sem fengu veiðileyfi úthlutað í útdrætti þann 14. mars og hafa nú þegar ákveðið að taka ekki við leyfinu tilkynni stofnuninni um það sem fyrst með tölvupósti á netfangið veidistjorn@ust.is.