Frétt

Eins og áður hefur verið auglýst þá er frestur til að sækja um hreindýraveiðileyfi til miðnættis mánudagsins 9. mars. Sótt er um á ust.is/veidimenn. Útdráttur hreindýraveiðileyfa 2020 mun fara fram hjá Umhverfisstofnun laugardaginn 14. mars, kl 14.00 á Egilsstöðum. (Nánari staðsetning auglýst síðar). Veiðimönnum er velkomið að fylgjast með á staðnum. Útdrátturinn verður sendur beint út á síðu Umhverfisstofnunar, ust.is.