Umhverfistofnun - Logo

Frétt

Útdráttur hreindýraveiðileyfa 2017 mun fara fram hjá Umhverfisstofnun næstkomandi laugardag, 25. febrúar kl 14.00 í Valaskjálf, Egilsstöðum. Veiðimönnum er velkomið að fylgjast með á staðnum. Útdrátturinn verður sendur beint út á síðu Umhverfisstofnunar, ust.is.

Í ár er kvótinn 1.315 dýr, 393 tarfar og 922 kýr. Alls bárust 3.286 umsóknir, 3.273 gildar. Í reglum um úthlutun sem ræðst af slembivali er getið um þau úrræði sem eru í boði hafi umsækjandi ekki hlotið úthlutun árum saman.  Hér að neðan má sjá töflu um hvernig þeir umsækjendur sem eru á svokölluðum „fimmskiptalista“ dreifast á svæðin. Upplýsingar um úthlutunarreglur má finna hér http://ust.is/einstaklingar/veidi/hreindyr/#Tab1

Þegar útdrætti lýkur geta veiðimenn farið inn á Þjónustugátt-mínar síður á ust.is og séð niðurstöðu útdráttar. Eftir helgi verður sendur tölvupóstur á umsækjendur með upplýsingum um biðröð. Í ár verður tekin upp sú nýjung að senda SMS á þá sem fá úthlutað af biðlista. Það er gert til að flýta fyrir úthlutun af biðlistum.

Þeir umsækjendur sem fá úthlutað veiðileyfi fá greiðsluseðil og þurfa að greiða fyrir leyfið síðasta lagi 15. apríl.  Veiðigjaldið fyrir tarf er 140.000 krónur en fyrir kú 80.000 krónur. Ógreiddum leyfum verður úthlutað eftir biðlistum. Fyrir 1.júlí þarf að vera búið að taka skotprófið en upplýsingar um það má finna hér http://ust.is/einstaklingar/veidi/hreindyr/#Tab9 .

Þeir sem fá úthlutað og hyggjast taka leyfið er ráðlagt að verða sér úti um leiðsögumann sem fyrst. Eins eru veiðimenn hvattir til að fara frekar fyrr á tímabilinu en síðar því oft vill verða mikil örtröð á veiðislóð síðustu vikurnar.

Á mínum síðum og í tölvupósti sem sendur verður út á eftir að taka tillit til fimmskipta listans en hann mun væntanlega taka breytingum eftir drátt því vonandi fá flestir þessara úthlutun í útdrættinum á laugardag.

 

Kýr svæði

Fjöldi

Tarfar svæði

Fjöldi

1

1

1

7

2

3

2

13

3

0

3

3

4

0

4

2

5

1

5

6

6

0

6

11

7

2

7

4

8

0

8

0

9

0

9

0

samtals

7

samtals

46