Frétt

Í dag, þann 23. febrúar hafa tæplega 2.200 sótt um hreindýraveiðleyfi. Kvótinn í ár er 1300 dýr, 452 tarfa og 848 kýr. Frestur til að sækja um hreindýraveiðileyfi er til og með 29. febrúar. Þetta er lengri frestur en hefur verið hingað til vegna breytinga sem gerðar voru á umsóknarvefnum. Til að sækja um hreindýraveiðileyfi þarf að fara inn á Þjónustugáttina-Mínar síður á heimasíðu Umhverfisstofnunar en til að komast inn á Þjónustugáttina-Mínar síður þarf að nota annaðhvort rafrænt skilríki eða Íslykil.

Ef veiðimenn hafa hvorki rafrænt skilríki eða Íslykil er hægt að panta Íslykil hér og er þá smellt á hnappinn „Mig vantar íslykil“. Veiðimenn sem hafa netbanka geta fengið Íslykilinn sendan þangað og tekur það um 5-10 mínútur, annars er hægt að fá hann sendan í pósti á lögheimili en það tekur 4-6 virka daga að jafnaði. Íslykill er aðgangsorð sem gefið er út af Þjóðskrá Íslands. Í fyrsta sinn sem Íslykilinn er notaður þarf að breyta honum í tíu stafa aðgagnsorð sem er blanda af bóksstöfum, tölustöfum og táknum.  Við minnum þá veiðimenn sem ætla að sækja um hreindýraveiðileyfi að hafa samband við Umhverfisstofnun í tíma ef þeir lenda í vandræðum við umsóknina eða frekari spurningar vakna. Það verður að gerast áður en umsóknarfrestur rennur út.